6.3.2007 | 22:21
Betri svar tækni með IP símkerfi
Annað er ekki hægt, fyrir fyrirtæki sem þykist vera framarlega í nýtingu Netsins, en að taka þátt í þeirri tilraun sem blogg heillar sýningar verður að flokkast undir.
Við hjá Svar tækni leggjum mikið undir á sýningunni Tækni og Vit en undirbúningstíminn hefur verið nokkuð langur og það er óneitanlega gaman að sjá skissur á blaði breytast í háreistan bás, en það er einmitt það sem er að gerast í Fífunni í þessum skrifuðum orðum. Minnst er það þó undirrituðum að þakka, aðallega harðduglegum ,,iðnaðarmönnum", sem væru kallaðir sérfræðingar í okkar tækni bransa.
Á Tækni og Vit munum við sýna tvö af okkar helstu vörumerkjum, annarsvegar Acer tölvubúnað og hinsvegar Swyx IP símkerfi.
Í þessum pistli mun ég tala aðeins um það síðarnefnda.
Eitt megin ,,buzz" orðið í tæknibransanum í dag eru IP símkerfi en þeim má skipta í tvo megin flokka;
- Hefðbundin símkerfi með IP viðbót, svokölluð ,,hybrid"
- Hrein IP símkerfi byggð á hugbúnaði sem keyranlegur er á hvaða netþjóni sem er
Swyx fellur í seinni flokkinn, en deila má um hvort sá fyrri bjóði upp á miklar nýjungar og má frekar tala um uppfærslu frekar en hreina nýjung.
Til að gera langa sögu stutta um þá breytingu sem alvöru ,,hrein" IP símkerfi bera með sér er einfaldast að nefna þá skondnu staðreynd að þó flest þau tæki og tól sem voru notuð á skrifstofum landsins fyrir 10 árum hafi verið skipt út fyrir tækni-nýjungar er símtækið enn nokkuð óbreytt, og fellur þar í flokk með pennum og hefturum! Allir hafa tölvur, sumir fartölvur, og við tölvuna er tengd mús, lyklaborð og fleiri hjálpartæki. Ekkert af þessu var staðalbúnaður skrifstofa fyrir áratug. Hinsvegar er símtækið þarna ennþá!
Með innleiðingu IP símkerfis opnast sá möguleiki að færa símtækið ,,inn í" tölvuna sem gerir samþættingu við annan hugbúnað t.d póst- eða viðskiptatengslaforrit afskaplega auðveldan. Allar aðgerðir verða mun einfaldari þegar síminn er kominn í viðmót sem allir þekkja - til að gefa símtal yfir á kollega er símtalið einfaldlega dregið yfir á tengiliðinn (drag and drop). Sama má segja um aðra möguleika eins og símafundi, tímabundna áframsendingu allra símtala á annað númer eða jafnvel flókna sjálfvirka svörun fyrir hvern og einn notenda.
Þegar síminn er kominn inn í fartölvuna þá fylgir hann þér hvert sem er - hvort sem þú ert að bíða eftir tengiflugi á Kastrup-flugvelli tengdur við þráðlaust internet eða uppi á hótel herbergi í Bandaríkjunum þá er internet tenging allt sem þarf til að fá beint samband við símkerfið og sjá allt rétt eins og þú værir staddur á skrifstofunni. Þannig verða líka öll símtöl heim mun ódýrari, því þau ferðast yfir Atlantshafið í gegnum IP netið og fara svo síðasta spölinn um íslenska símanetið, og taxtinn sem þú borgar er því sá sami og ef þú værir að hringja beint frá skrifstofunni.
Að sjálfsögðu er hægt að nota hefðbundið símtæki við Swyx IP símkerfið, en reynslan sýnir okkur að 9 af hverjum 10 notendum velur tölvusímann svokallaða fram yfir gamla símtækið - sem er auðvitað hagkvæmt því símarnir kosta alltaf sitt!
Viðtökur íslenskra fyrirtækja við þessari nýju hugsun hafa verið frábærar - frá fyrstu kynningu í apríl 2006 og til dagsins í dag hafa rétt um 60 fyrirtæki tekið Swyx IP símkerfi í notkun.
Þess ber þó að geta þess að Svar tækni býður upp á fleiri tegundir símkerfa enda einn stærsti söluaðili símkerfa á Íslandi.
Á næstu dögum mun ég segja aðeins frá Acer tölvubúnaði, sem er hitt vörumerkið sem við sýnum á Tækni og Vit.
Fyrir nánari upplýsingar um Swyx IP símkerfin bjóðum við þig velkominn í bás D7 á Tækni og Vit, dagana 8. til 11. mars
Daníel Rúnarsson
Markaðsstjóri Svar tækni
www.Svar.is
www.Swyx.is
www.SimkerfaByltingin.is
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 23:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.