Allt í gangi í Fífunni

Þær Gitta, Jóhanna og Elsa hafa staðið í ströngu frá því á sunnudag, en þá fluttu þær skrifstofu sína niður í Fífu til að halda utan um uppbyggingu Tækni og vits 2007. Það er að koma mynd á þetta allt saman, en eins og vera ber eru enn ansi mörg handtök óunnin.

elsaoggittaÞað er alltaf tilkomumikið að fylgjast með sýningum á borð við þessa byggjast upp, því ótrúlega mikil vinna liggur á bak við svona viðburð og er sú vinna jafnan unnin á mjög stuttum tíma. Okkur telst til að hátt í 400 manns komi að uppbyggingunni með einum eða öðrum hætti nú í vikunni og þá er ótalinn allur sá fjöldi starfsmanna sem munu svo vinna í sýningarbásunum sjálfum frá fimmtudegi og fram til sunnudags.

Það var mismikil mynd komin á þetta í hádeginu í dag þegar ég leit við niðri í Fífu, en þó virtust Samtök iðnaðarins, TM Software, CAOZ, Formúla 1 og Svar tækni vera hvað lengst komin með sína bása. Þær segja svo niðri í Fífu að mikill handagangur sé í öskjunni nú síðdegis, enda voru margir sýnendur að hefja sína uppsetningarvinnu í dag.

Að sjálfsögðu smellti ég af nokkrum myndum. Hér fyrir ofan má sjá þær Elsu sýningarstjóra og Gittu framkvæmdastjóra brosa sínu breiðasta undir AP-logoinu.

Hér er svo yfirlitsmynd sem sýnir u.þ.b. 1/4 af sýningarsvæðinu:

yfirlitsmynd

Og hérna má sjá hluta af bás TM Software, sem er eins og allir vita einn af samstarfsaðilum Tækni og vits 2007:

tms

Það verður spennandi að sjá breytinguna sem verður orðin á svæðinu eftir kvöldið, en það má búast við að margir vinni frameftir í Fífunni í kvöld...

Kristinn Jón Arnarson
AP sýningum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband