Innovit: nýsköpunar- og frumkvöðlasetur

Ég vil byrja á því að óska aðstandendum Tækni og vit til hamingju með þetta nýja blogg sýningarinnar ásamt því að taka undir með orðum Kristins Jóns Arnarsonar um að það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig umræðan hérna þróast. Það er hins vegar alveg hárrétt að það liggur mjög beint við að stærsta tæknisýning sem haldin hefur verið á Íslandi nýti sér að sjálfsögðu þennan nýja og gríðarvinsæla miðil sem bloggið er.

Jæja, snúum okkur nú að Innovit sem er það félag sem ég stýri og mun kynna starfsemi sína á Tækni og vit, nánar tiltekið á sýningarbás númer C6. Innovit er nýstofnað undirbúningsfélag að stofnun nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs. Við stofnendur félagsins sem öll erum núverandi eða fyrrverandi nemendur við Háskóla Íslands vinnum nú hörðum höndum að stofnun setursins í sinni endanlegri mynd. Ég hvet alla til að kynna sér félagið á heimasíðu okkar www.innovit.is og heimsækja sýningarbásinn okkar á Tækni og Vit. Það væri líka frábært að heyra frá sem flestum sem hafa áhuga á þessum málum, því mikilvægur hluti okkar undirbúningsvinnu er einmitt að heyra sem flest sjónarmið og hugmyndir frá þeim sem hafa skoðanir á starfsemi sem þessari!

Andri Heiðar Kristinsson
Framkvæmdastjóri Innovit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Andri fær 10 stig fyrir að vera fyrstur sýnenda til að skrifa á bloggið... Hver er næstur? Hvað fær hann mörg stig?

Kristinn Jón Arnarson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband