Hvernig bloggar sýning?

Nú eru um það bil 15 dagar í að Tækni og vit 2007, fagsýning tækni- og þekkingariðnaðarins, verði opnuð í Fífunni. Og liggur ekki beinast við að tæknisýning nýti sér þennan nýjasta miðil sem er einmitt afsprengi tæknibyltingar og netvæðingar síðustu ára?

En hvernig bloggar sýning? Er það í fréttaformi, þannig að bloggið verði svipað og fréttavefur sýningarinnar? Það er afskaplega þurrt, með fullri virðingu fyrir fréttavefnum okkar... Bloggar sýning þannig að starfsfólk setji inn færslur um hvernig undirbúningurinn gangi og hvað sé að gerast í teyminu? Jú, það er öllu áhugaverðara og meira í ætt við það sem bloggið gengur út á.

En hvernig væri að ganga skrefinu lengra? Og leyfa öllum þátttakendum að skrifa á bloggið? Við ætlum að prófa það. Hmmm... Kaótískt? Flókið? Stjórnlaust? Algerlega. Kannski vill enginn sýnandi blogga? Kannski vilja allir gera það en setja bara inn langlokur um að þeirra fyrirtæki séu flottust og bjóði bestu vörurnar?

Það er ómögulegt að segja til um þetta fyrirfram. Það eru yfir 100 þátttakendur í sýningunni sem sjálfsagt hafa allir mismunandi smekk og áhuga á því til hvers sé hægt að nýta blogg sýningarinnar. Og við gerum engar kröfur til þeirra varðandi bloggið aðrar en að fylgja eðlilegri háttvísi.

Þess vegna er þetta umfram allt spennandi tilraun. Sjáum til hvað gerist.

Kristinn Jón Arnarson,
kynningarfulltrúi Tækni og vits 2007


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband