Allt yfirstaðið

Jæja, þá hefur Tækni og vit 2007 lokað dyrum sínum og búið að hreinsa allt út úr Fífunni. Síðustu dagar hafa svo sannarlega verið viðburðaríkir og svo sannarlega var áhugi úti í þjóðfélaginu á að sjá hvað íslensk tækni- og þekkingarfyrirtæki hafa fram að færa. Um 15.000 manns heimsóttu Tækni og vit 2007 og við þökkum að sjálfsögðu öllum sem sóttu okkur heim fyrir komuna!

En sýning á borð við þessa yrði ansi tómleg án sýnendanna og vil ég nota tækifærið hér til að þakka þeim sérstaklega vel fyrir frábært samstarf. Þeir lögðu á sig gríðarlega mikla vinnu til að gera sýninguna sem áhugaverðasta og sýndu þolinmæði og góðan samstarfsvilja þegar á þurfti að halda.

Lesendur bloggsins fá einnig þakkir fyrir áhugann sem þeir sýndu. Ég byrjaði þessa bloggtilraun á því að spyrja hvernig sýning bloggi - og við höfum hér fengið ákveðið svar. Þ.e. svar við því hvernig Tækni og vit 2007 bloggaði, en eins og nærri má geta er sennilega ekki hægt að fá eitt svar við þessari spurningu - blogg eru einfaldlega jafn mismunandi og bloggararnir eru margir.

Það er alla vega ljóst að þessi vettvangur er mjög skemmtileg viðbót við upplýsingagjöf frá svona stórviðburði. Hér er hægt að láta fleiri hluti flakka en í hefðbundnum fréttum og hægt að skella inn myndum og stuttum molum á skömmum tíma. Bloggið er án efa komið til að vera - á sýningum, a.m.k.

Kristinn Jón Arnarson
AP almannatengslum


Síðasti sýningardagurinn

Jæja, þá styttist í að Tækni og vit 2007 loki dyrum sínum, en það verður opið til klukkan 17 í dag. Aðsókn hefur verið góð í dag og greinilegt að margir hafa áhuga á því sem sýnendur hafa fram að færa.

Tækni og vit 2007 voru gerð góð skil í fréttum sjónvarps í gær og má skoða umfjöllun um sýninguna hér og svo var talað um sýningarsvæði Formúlunnar einnig - sjáið það hér.


mbl.is Síðasti sýningardagur Tækni og vits 2007 er í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju, SI, CAOZ, Rue de Net, H2 hönnun, Auðkenni, fjármálaráðuneyti og Landsbanki!

Jæja, þá kynntum við niðurstöður dómnefndar á vali athyglisverðasta sýningarsvæðisins í dag, eins og lesa má í frétt mbl hér fyrir neðan. Samtök iðnaðarins voru svo sannarlega vel að heiðrinum komin, enda hafa starfsmenn þeirra lagt nótt við dag í að koma upp Sprotatorginu. Einnig frábært hjá CAOZ, Rue de Net og H2 hönnun - og reyndar öllum sýnendum sem hafa lagt gríðarmikla vinnu við að gera Tækni og vit 2007 eins skemmtilega og raun ber vitni.

Og svo er gaman að segja frá því að rafrænu skilríkin hlutu afgerandi kosningu sem athyglisverðasta varan - enda hefur verið brjálað að gera hjá Auðkenni, Landsbankanum og fjármálaráðuneytinu við að kynna þetta spennandi verkefni.


mbl.is Samtök iðnaðarins með athyglisverðasta sýningarsvæðið á Tækni og vit 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmargt í gangi á laugardegi Tækni og vits 2007

Það er fjölmargt í gangi nú á sýningunni Tækni og viti 2007 í dag. Til að mynda eru þau Guðrún Gunnarsdóttir og Felix Bergsson með beina útsendingu frá sýningunni á Rás 2, Viktor Þór Jensen, ökuþór í Formúlu 3 keppninni í Bretlandi verður á Formúlu 1 básnum og veitir eiginhandaráritanir, veitt verða verðlaun fyrir besta sýningarbásinn og bestu vöruna eða þjónustuna á Tækni og viti 2007 klukkan 15 og svo mætti lengi telja.

Allir eru velkomnir á Tækni og vit 2007 - það er opið milli kl. 12 og 17.  


Vaxtarsprotinn 2007 - Marorka stoltur sproti

Vaxtarsprotinn 2007 var afhentur nú síðdegis í Gerðarsafni í tengslum við sýninguna Tækni og vit. Það var Marorka sem hlaut hnossið, en fyrirtækið sýndi 87,5% vöxt á veltu milli áranna 2005 og 2006. Frábær fulltrúi íslenskra sprotafyrirtækja, en á Sprotatorgi Samtaka iðnaðarins er íslenskum sprotafyrirtækjum einmitt gerð góð skil.


vaxtarsprotinn
Frá afhendingu Vaxtarsprotans í kvöld.


mbl.is Marorka hlaut Vaxtarsprotann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fín umfjöllun um Tækni og vit á mbl.is

Forsetinn heimsótti Tækni og vit 2007 fyrr í dag og lét vel af sýningunni þegar Margit Elva framkvæmdastjóri leiddi hann um svæðið, eins og lesa má um hér í frétt mbl.is.

Vefur Morgunblaðsins hefur annars gert Tækni og vit fín skil í dag, m.a. með ítarlegri umfjöllun um fyrirlestur Jóns S. von Tetzchner á ráðstefnu Samtaka iðnaðarins um samskipti frumkvöðla og fjárfesta. Einnig var Vefvarp mbl.is á svæðinu og tók hinar fínustu myndir af sýnendum, gestum og gangandi. Tékkið á því hér.

Og svo er bara að kíkja á morgun eða sunnudag - það eru allir velkomnir á sýninguna frá kl. 12-17.

 


mbl.is Forsetinn gróðursetti sprota á Sprotatorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú ert velkominn á básinn okkar Geir ;)

Við opnun sýningarinnar Tækni og vit 2007 í Fífunni í gær gerði forsætisráðherra, Geir H. Haarde, iPod og iPhone að umtalsefni nefndi þá sérstaklega sem dæmi um tækniframfarir sem engan hefði órað fyrir.

Stórskemmtilegt fyrir okkur Apple-menn en auðvitað er síminn þónokkra mánuði frá því að koma á markað og engin sýningareintök að fá fyrir Tækni og vit (já já við reyndum...).

Hinsvegar höfum við efni um tækniundrið á Apple-básnum og myndband sem sýnir virkni símans þannig að við bjóðum Geir.. og ykkur öll hin velkomin að koma og fá forsmekk af undrinu.

Kveðja frá Apple básnum


Ólafur Ragnar á Tækni og vit

Þegar litið er yfir salinn er ekki hægt að sjá að gærkvöldið sitji enn í mannskapnum, enda var almenn háttsemi til staðar hjá flestum. Það er ekki hægt annað en að dást að sjálfstjórn gesta Tækni og vits á opnunarkvöldinu. Flestir létu sér nægja að þyrla í 1-2 glösum af rauðu eða hvítu, ræða málin og  skanna sýninguna. Sá sem þetta ritar er ekki í þeim hópi. Hins vegar mætti halda að sýningargestir hefðu verið sveltir langtímum saman því maturinn hreinlega hvarf á augabragði. Það er hins vegar spurning hvort menn verði duglegri í safanum í kvöld en í gær. 

Dagur 2 er hins vegar byrjaður, sýnendur eru mættir á básana og forvitnið bransafólk farið að streyma að.

Klukkan 14 dag er svo von á sjálfum forseta Íslands, Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, sem kemur í boði Samtaka iðnaðarins. Mun Ólafur rölta um sýninguna og taka púlsinn á því helsta sem er að gerast í tækni- og þekkingargeiranum.

Vissulega gaman að því


Myndir frá fyrsta kvöldinu

Þá er verið að loka eftir fyrsta kvöldið og varla hægt að segja annað en að Tækni og vit 2007 hafi farið vel af stað. Til að hlífa lesendum við frekari amatörmyndum frá undirrituðum eru hér komnar nokkrar myndir sem Arnaldur Halldórsson ljósmyndari tók við opnunina.

Geir H. Haarde
Forsætisráðherra setur sýninguna. Og plöggaði Apple iPhone í leiðinni - ætli Steve Jobs hafi látið eitthvað örlítið renna í íslenska ríkiskassann fyrir það? Smile


Að sjálfsögðu var klippt á gulan borða - og Tækni og vit opnuð. Elsa sýningarstjóri kampakát vinstra megin við forsætisráðherra en Jóhanna hefur mun meiri hemil á sér hægra megin við hann.


Forsætisráðherra lítur á það sem sýnendur hafa fram að færa.


Nei! Var ekki sjálfur fjármálaráðherra mættur líka! Geir og Árni tsjilluðu á sýningarsvæði forsætis- og fjármálaráðuneytis. Ætli þeir hafi rætt um eignarrétt á auðlindinni Ísland.is?


Formúluhermarnir teknir til kostanna...


Litið á nýjustu Makkana

Svona gekk nú fyrsti dagurinn fyrir sig, en þó opnunin formlega sé afstaðin erum við rétt að byrja - framundan eru skemmtilegir þrír dagar á Tækni og viti 2007! Ballið byrjar næst klukkan 11 í fyrramálið!

Kristinn Jón Arnarson
AP sýningum


Tækni og vit 2007 opin!

Jæja, þá er opnunarathöfninni lokið og framundan er tóm gleði! Smelli inn einni mynd svona rétt ofan úr stjórnstöðinni til að marka tímamótin en verð vonandi kominn með betri myndir innan tíðar...

8mars5


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband